Um klúbbinn

Golfklúbbur Selfoss var stofnaður 24.janúar 1971. Svarfhólsvöllur er þriðji völlur klúbbsins frá byrjun og hefur verið í notkun frá árinu 1986. Allan þennan tíma hefur stöðugt verið unnið að endurbótum og breytingum á vellinum. Mestu breytingar frá upphafi hafa þó líklega verið teknar í notkun vorið 1999, með mörgum nýjum teigum og flötum.

Haustið 2008 voru gerðar breytingar á brautum 2, 3 & 4. 2009 er völlurinn því nokkuð breyttur. Flötin á 2. braut er að verða fullgróin og er komin í leik. Nýjir teigar eru á 3. og 4. braut. Vallarstarfsmenn GOS munu kappkosta að völlurinn nái aftur að verða með betri 9 holu völlum landsins.

Nýtt vallarmat hefur tekið gildi og vísast til töflu á heimasíðunni.

Golfklúbbur Selfoss rekur Svarfhólsvöll, sem er fallegur ögrandi 9 holu golfvöllur. Einnig er til staðar 5 holu æfingarvöllur (par 3 holur völlur) og mjög gott æfingarsvæði.

Boltasjálfsali er til staðar.

Svarfhólsvöllur er í landi Laugardæla á bökkum Ölfusár.

 

Staðreyndir um Golfklúbbur Selfoss:

 

  • 9 holu keppnisvöllur
  • 5 holu æfingarvöllur
  • Frábært æfingarsvæði
  • Skráning á rástíma í síma 482-3335 eða inn á www.golf.is
  • Tilvalinn klúbbur fyrir alla.
  • Frábært nýliðastarf
  • Frábært barna og unglingastarf með mennuðum kennurum.
  • Kylfu – og kerruleiga
  • Frábær veitingasala sem er opin öllum ekki bara kylfingum.

 

 

Skoðaðu heimasíðu GOS: www.gosgolf.is