Góður árangur GOS í Íslandsmótum golfklúbba

Síðustu tvær helgar hafa farið fram Íslandsmót golfklúbba. GOS sendi að þessu sinni þrjár sveitir til leiks. Karlasveit GOS keppti 2.deild og keppt var í Borgarnesi. GOS sigraði þrjá leiki...

Síðustu tvær helgar hafa farið fram Íslandsmót golfklúbba.

GOS sendi að þessu sinni þrjár sveitir til leiks.

Karlasveit GOS keppti 2.deild og keppt var í Borgarnesi.

GOS sigraði þrjá leiki ( GB, GN og NK) GOS gerði jafntefli við GV og tapaði fyrir GSE.

GOS endaði í 5. sæti sem liðsmenn GOS voru ánægðir með enda með marga mjög unga og efnilega í liðinu.

Eldri kylfingar GOS spiluðu í Sandgerði í 2.deild

GOS endaði í 7.sæti, sem þíðir fall í 3.deild.

Því miður náði GOS ekki að stilla upp sýnu sterkasta liði að þessu sinni þar sem margir áttu ekki heimagegnt í þessa keppi að þessu sinni.

GOS sendi til leika um helgina lið 15 ára og yngri og var keppt í Mosfellsbæ.

GOS sendi til leiks mjög ungt lið til leiks og verður það að segjast að þeir komu mjög á óvart með frábærri spilamennsku í höggleiknum og enduðu þar í 8. sæti sem þýddi að þeir kepptu í A riðli.

Frábær spilamennska.

Strákanir enduðu síðan í 8.sæti sem er næst besti árangur GOS í Sveitakeppni 15 ára og yngri.

Því miður náðist ekki að senda lið til leiks að þessu sinni í kvennakeppnir, en vonandi koma þær sterkar til leiks á næsta ári.