Breytingar á 7. braut Svarfhólsvallar

Breytingar á 7. braut Svarfhólsvallar Ágætu GOS-félagar,   Áformað er að nýta haustið vel til að bæta Svarfhólsvöll. Fyrirhugað er að gera breytingar á 7. braut til að gera hana...

Breytingar á 7. braut Svarfhólsvallar

Ágætu GOS-félagar,

 

Áformað er að nýta haustið vel til að bæta Svarfhólsvöll. Fyrirhugað er að gera breytingar á 7. braut til að gera hana skemmtilegri fyrir stærri hóp kylfinga auk þess að draga úr kostnaði við umhirðu. Gerðar hafa verið tilraunir með nýjan teig sem styttir brautina nokkuð og gerir hana þannig viðráðanlegri fyrir marga, sérstaklega í norðanátt. Frekari upplýsingar er að finna á meðfylgjandi skýringarmynd.

 

Einnig er stefnt að gerð göngustígs milli 4. holu og teiga á þeirri fimmtu. Jarðvegur, sem til fellur við þá framkvæmd, verður nýttur til að stækka 4. teig fram á við. Því má reikna með að sú braut styttist einnig, enda eru báðar par-3-holurnar okkar heldur langar frá fremstu teigum. Við mótun þessara hugmynda hefur GOS notið ráðgjafar frá Edwin Roald, sem einnig hefur unnið með okkur að stækkun vallarins og aðlögun hans að væntanlegum nýjum þjóðvegi.