Bændaglíma GOS 2017

Bændaglíma GOS Upplýsingar Bændaglíma GOS verður haldin laugardaginn 30.september. Bændaglíman er síðasta mót sumarsins og eru allir félagsmenn hvattir til að mæta og kveðja tímabilið með stæl. Bændur í ár...

Bændaglíma GOS

Upplýsingar

Bændaglíma GOS verður haldin laugardaginn 30.september.

Bændaglíman er síðasta mót sumarsins og eru allir félagsmenn hvattir til að mæta og kveðja tímabilið með stæl.

Bændur í ár verða snillingarnir Leifur Viðarsson vestur lið og Páll Sveinsson austur lið og má því búast við skemmtilegri og um leið æsispennandi  keppni.

Í mótslok verður boðið upp á osthamborgara, franskar, sósu og GOS ( einn kaldur fyrir þau sem hafa aldur)

Bændur munu með aðstoð mótstjóra skipta þátttakendum í  lið. 4 saman í holli og verður leikið holukeppni.

  • Ræst verður út af öllum teigum stundvíslega kl 10:00
  • Leiknar verða 18 holur með forgjöf og það lið (bóndi) sem vinnur fleirri sigra samanlagt sigrar. ( ef veður verður ekki gott þá verða spilaðar 9 holur) en veðurspá er góð.
  • Liðið sem tapar þjónar sigurvegurum til borðs.

Þáttökugjald aðeins  kr. 2.500 pr. mann og innifalið í verði bæði mótsgjald og matur.

ATH. Skráning fer fram á golf.is og lýkur föstudaginn 29.september kl 21:00.

ATH. ÞETTA ER MÓT FYRIR ALLA FÉLAGSMENN OG ER FYRST OG FREMST TIL GAMANS GERT.

MÆTUM ÞVÍ ÖLL KVEÐJUM TÍMABILIÐ SAMAN MEÐ STÆL.